Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd

Frumkvæðismál (2106007)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
08.06.2021 78. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd
Nefndin fékk á sinn fund Tómas Hrafn Sveinsson frá kærunefnd útlendingamála sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 10:55-11:15.

Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Valgerði Maríu Sigurðardóttur, Gunnlaug Geirsson og Kristínu Maríu Gunnarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
03.06.2021 77. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd
Nefndin fékk á sinn fund Semu Erlu Serdar frá Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og Áshildi Linnet og Guðríði Láru Þrastardóttur frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:40
Þá fékk nefndin á sinn fund Þorstein Gunnarsson og Jón Steinar Þórarinsson frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.